spot_img
HomeFréttirÍsold frábær er Ísland lagði Rúmeníu í fyrsta umspils leik Evrópumótsins

Ísold frábær er Ísland lagði Rúmeníu í fyrsta umspils leik Evrópumótsins

Ísland lagði Rúmeníu í kvöld í fyrsta leik umspils síns um 9.-16. sæti á Evrópumótinu í Svartfjallalandi, 68-62.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Ísold Sævarsdóttir með 23 stig, 9 fráköst og 6 stolna bolta. Henni næstar voru Erna Ósk Snorradóttir með 14 stig, 5 fráköst og Dzana Crnac með 13 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta.

Næsti leikur umspilsins er því um 9.-12. sæti gegn heimakonum í Svartfjallalandi kl. 19:00 annað kvöld.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -