spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍslenskur þjálfari hlaut silfur í danska bikarnum

Íslenskur þjálfari hlaut silfur í danska bikarnum

Bikarúrslitin í danska bikarnum fóru fram í gær. Þar áttum við íslendingar okkar fulltrúa en Hrannar Hólm stýrði Stevensgade gegn Åabyhoj í bikarúrslitum kvenna.

Leikurinn var jafn framan af en Árósarliðið vann að lokum sannfærandi sigur 59-74. Stevensgade sem er í Kaupmannahöfn er í fimmta sæti úrvalsdeildarinnar en þurfa að láta silfur duga í þessari keppni.

Hrannar hefur unnið dönsku deildina fjögur ár í röð frá 2011-2014 er hann stýrði liði Sisu. Þá var hann einnig landsliðsþjálfari Dana um skeið en þjálfar nú Stevensgade.

Fréttir
- Auglýsing -