16:35
{mosimage}
Strákarnir í U-18 unnu í dag sinn annan Norðurlandatitil þegar þeir lögðu Finna að velli 79-69. Íslenska liðið var betra á öllum sviðum og unnu verðskuldaðan sigur. Besti maður vallarins Sigurður Þórarinsson var stigahæstur allra með 23 stig.
Byrjunarlið Íslands: Tómas Tómasson, Trausti Eiríksson, Ægir Þór Steinarsson, Haukur Pálsson, Sigurður Þórarinsson.
Það var ljóst frá fyrstu mínútur að íslensku strákarnir ætluðu sér gull en einbeitingin skein úr augum þeirra. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og komust í 4-0 á fyrstu mínútur og settu Finnana aðeins út af laginu. Finnska liðið bjóst kannski við að þeir ættu meiri möguleika á sigri en þegar liðin mættust í riðlinum þá léku Finnar án tveggja sterkra leikmanna en þeir voru í agabanni. Innkoma þeirra hafði ekki úrslitaáhrif á leikinn enda sigurinn íslenskur.
{mosimage}
Finnarnir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir 6-12 en Adam var ekki lengi í paradís því strákarnir jöfnuðu fljótlega 14-14 með tveim þriggja-stiga körfum frá Tómasi Tómassyni. Ísland náði forystunni 20-17 og létu hana ekki af hendi það sem eftir lifði leiks. Ísland leiddi 25-23 að loknum fyrsta leikhluta.
Finnarnir reyndu að skipta yfir í svæðisvörn í öðrum leikhluta en hún náði ekki að stoppa íslensku sóknina. Þriggja-stiga körfurnar rigndu yfir Finnana en Ísland skoraði 15 af 21 stigi sínu í öðrum leikhluta fyrir utan þriggja-stiga línuna. Íslenska liðið gekk á lagið í öðrum leikhluta. Juku þeir muninn og voru Finnarnir heppnir að hálfleikurinn hafi ekki verið lengri því þá hefði forskot Íslands verið enn stærra í hálfleik en þá munaði 13 stigum 48-35.
Finnarnir reyndu að klóra í bakkan í upphafi seinni hálfleiks en fyrir hverja körfu sem Finnland skoraði svaraði Sigurður Þorsteinsson en hann skoraði sjö fyrstu stig Íslands og slökkti í hverjum vonarneista sem Finnarnir fundu þegar þeir skoruðu. Finnarnir náðu þó að minnka muninn fyrir lok 3. leikhltua en þeir skoruðu fimm síðustu stigin og munaði því aðeins fimm stigum fyrir lokaátökin 66-61.
{mosimage}
Fyrsta karfa fjórða leikhluta var finnsk en hún kom eftir aðeins þrjár mínútur og munurinn orðinn þrjú stig 66-63. En þá komu fjögur stig frá Íslandi á öðrum þriggja mínútna kafla. Taugarnar voru þandar á lokakaflanum en augljóst að reynsla íslensku strákana dróg vagninn í dag en þeir stigu vart feilspor þegar það skipti máli. Lokamínúturnar voru eign Íslands en finnska sóknin náði ekki að brjóta múrinn og sanngjarn sigur Íslands í höfn 79-69.
Er þetta í annað skiptið sem þessi hópur verður Norðurlandameistari en þeir unnu fyrir tveimur árum þegar þeir voru í U-16. Sýndu þeir í dag að þarna eru sannir sigurvegarar á ferð.
Stig:
Sigurður Þórarinsson 23 stig
Haukur Óskarsson 14 stig
Haukur Pálsson 14 stig
Tómas Tómasson 12 stig
Ægir Steinarsson 7 stig
Daði Berg Grétarsson 5 stig
Trausti Eiríksson 3 stig
Björn Tyler Björnsson kom inn á en náði ekki að skora.
myndir: [email protected]