spot_img
HomeFréttirÍslenskur sigur í Dublin

Íslenskur sigur í Dublin

Íslenska kvennalandsliðið mætti Írlandi í æfingaleik í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Dublin og er liður í undirbúningi liðsins fyrir leiki undankeppni EM sem fram fara í nóvember.

 

Bæði lið mættu ákveðin til leiks og var fyrri hálfleikur mjög hraður og bæði lið að hitta nokkuð vel. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 25-24 fyrir Írlandi og í hálfleik var staðan 44-38 fyrir Írlandi.

 

Íslensku stelpurnar voru ákveðnar í að gera betur í seinni hálfleik en þrátt fyrir það gekk erfiðlega að minnka muninn og staðan eftir þriðja leikhluta var 54-49. Í fjórða leikhluta voru írsku stelpurnar orðnar mjög þreyttar en íslenska liðið átti nóg af orku eftir enda spilatíminn búinn að dreifast ágætlega milli leikmanna. Íslenska liðið vann seinustu 12 mínúturnar 19-6 og unnu leikinn 60-65.

 

Sterkustu leikmenn Ísland voru þær Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Sigrún með 17 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar og Gunnhildur með 16 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar.

 

Sylvíu Rún Hálfdanardóttur og Elínu Sóleyju Hrafnkelsdóttur spiluðu sína fyrstu leiki með A-landsliðinu í dag og átti góða innkomu. Þær komu með mikla orku af bekknum og skiluðu góðum mínútum. Sylvía var með 9 stig og 7 fráköst og Elín var með 5 fráköst.

 

Það var ekki tekin tölfræði á leiknum en Óskar Ófeigur Jónsson tók saman helstu tölur úr leiknum fyrir KKÍ.

 

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – 17 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar

Gunnhildur Gunnarsdóttir – 16 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar

Ingunn Embla Kristínardóttir – 10 stig, 4 fráköst og 1 stoðsending

Sylvía Rún Hálfdanardóttir – 9 stig og 7 fráköst

Sandra Lind Þrastardóttir – 4 stig og 6 fráköst

Auður Íris Ólafsdóttir – 3 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar

Ragna Margrét Brynjarsdóttir – 3 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar

Berglind Gunnarsdóttir – 2 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar

Bergþóra Tómasdóttir Holton – 1 stig og 1 frákast

Elín Sóley Hrafnkelsdóttir – 5 fráköst

Jóhanna Björk Sveinsdóttir – 1 frákast

Ingibjörg Jakobsdóttir – 2 fráköst og 4 stoðsendingar 

 

Liðin mætast aftur í kvöld í Cork og er von á að leikurinn verði í beinni útsendingu á netinu.

Upplýsingar og mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -