spot_img
HomeFréttirÍslenskur sigur eftir framlengdan leik

Íslenskur sigur eftir framlengdan leik

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi. Fyrr í dag sigraði liðið sinn annan leik á mótinu og það gegn Hvíta Rússlandi. Ísland leikur í C-riðli með heimamönnum frá Svartfjallalandi, Danmörku, Sviss, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi.

Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með góðri forystu eftir hann. Hvítrússar komu hinsvegar sterkir til leiks í þriðja leikhluta og jöfnuðu leikinn. Upphófust æsispennandi lokamínútur þar sem bæði lið gátu stolið sigrinum en svo varð ekki. Framlenging því niðurstaðan og þar hafði Ísland betur. Lokastaðan 76-69 fyrir Íslandi.

Ólafur Ingi Styrmisson var atkvæðamestur með 15 stig og 9 fráköst. Þá var Hjörtur Kristjánsson einnig öflugur með 14 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.

Íslenska liðið er enn án taps í mótinu og mæta liði Danmerkur kl 16:45 á morgun. Lið Dana gríðarlega sterkt í þessum aldursflokki og verður spennandi að sjá hvernig íslenska liðinu gengur á morgun.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -