spot_img
HomeFréttirÍslensku stúlkurnar kjöldrógu þær albönsku

Íslensku stúlkurnar kjöldrógu þær albönsku

 

Undir 18 ára lið stúlkna leikur þessa dagana á Evrópumóti í Austurríki. Liðið lék í riðli með Kýpur, Georgíu, Portúgal, Rúmeníu og Finnlandi. Liðið endaði í 5. sæti síns riðilis og sigraði í dag leik um sæti 17-24 á mótinu gegn Albaníu, 89-50.  

 

Ísland tók forystuna strax í upphafi leiks í dag. Voru 8 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 15-7. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forskot þeirra svo komið í 15 stig, 38-22. Í seinni hálfleiknum létu þær svo kné fylgj kviði og enduðu leikinn með glæsilegum 39 stiga sigri, 89-50.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Birna Benónýsdóttir, en hún skoraði 12 stig, tók 8 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim 20 mínútum sem hún spilaði.

 

 

Tölfræði leiks

 

Upptaka af leiknum:

 

Fréttir
- Auglýsing -