spot_img
HomeFréttirÍslensku leikmennirnir skara fram úr í flestum tölfræðiþáttum

Íslensku leikmennirnir skara fram úr í flestum tölfræðiþáttum

Karlalið Íslands tók silfrið á Smáþjóðaleikunum eftir tap gegn sterku liði Svartfjallalands á laugardaginn. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við fjórþáttagreiningu Karfan.is á körfuboltaliðum leikanna.

 

Svartfjallaland leiddi alla þætti í sókn nema hlutfall sóknarfrákasta sem Ísland leiddi í. Svartfellingar leiddu einnig í tveimur af fjórum þáttum í vörn en Ísland leiddi í hinum tveimur. Ísland leiddi hlutfall sóknarfrákasta andstæðings með þónokkrum yfirburðum, sem er gott veganesti inn á Evrópumótið í september.

 

47,9% skota Íslands kom frá þriggja stiga línunni og nýtingin var mjög góð eða 38,5% þaðan – sú besta í mótinu. Aðeins 41% skota Íslands komu úr teignum og 11% úr miðfæri. Svartfellingar tóku fæst skota frá miðfæri eða tæplega 8%, en með afburðanýtingu þaðan eða 60%.

 

Karlalið Íslands spilaði á lægstu Pace allra í mótinu með 80,9 en meðaltal mótsins var 81,6. Ísland skoraði 101,0 stig per 100 sóknir og fékk á sig 92,9 stig per 100 sóknir. Sóknarnýting Íslands var 44,4% en sóknarnýting anstæðinga Íslands var 44,6%.

 

Þrír Svartfellingar leiddu mótið í PER með Nemanja Vranjes í broddi fylkingar með 28,5. Hlynur Bæringsson koma þar á eftir í fjórða sæti með 27,4 og Kristófer Acox í sjötta með 26,7. Logi Gunnarsson var í áttunda sæti með 24,8.  Svartfellingar voru alls með 6 af efstu 10 leikmönnum mótsins í PER.

 

Kristófer Acox var með þriðju bestu eFG% skotnýtinguna eða 77,8%. Kristófer leiddi mótið í hlutfalli sóknarfrákasta með 55,8% sem þýðir að hann tók vel yfir helming allra sóknarfrákasta sem í boði voru á meðan hann var inni á vellinum. Hann leiddi einnig mótið í hlutfalli heildarfrákasta með 40%. Kristófer var í fjórða sæti yfir hlutfall varnarfrákasta með 33,9%. 

 

Jakob Sigurðarson var annar á mótinu í hlutfalli stoðsendinga á móti töpuðum boltum (Assist/Turnover Ratio) með 4.

 

Kristófer Acox var hæstur íslenskra leikmanna í sóknarnýtingu með 58,6% og var annar á mótinu í stigum per sókn með 1,391. Logi Gunnarsson kom fast á eftir honum með 1,256 stig per sókn. Ísland var með 4 af 10 efstu leikmönnum mótsins í stigum per sókn sem er góður vitnisburður um skilvirkni liðsins í sóknarleiknum. Svartfellingar höfðu einnig 4 af 10 efstu í stigum per sókn.

 

Ægir Þór Steinarsson var með flestar stoðsendingar allra á mótinu með 6,7 í leik og var annar á mótinu í hlutfalli stoðsendingar með 38,6% sem þýðir að tæplega 40% af skoruðum körfum Íslands í mótinu komu eftir stoðsendingu frá Ægi.

 

Hjá kvennaliðinu, sem vann til silfurs eftir tap gegn Lúxemborg í úrslitaleik, var Helena Sverrisdóttir stigahæst allra á mótinu með 16 stig að meðaltali í leik. Hún var með næstflestar stoðsendingar í leik með 6,3, næsthæsta stoðsendingahlutfallið eða 41,4% og langhæst í hlutfalli stoðsendinga á móti töpuðum boltum með 2,375. Helena var einnig með næsthæsta framlagið af öllum leikmönnum mótsins með 67 og aðeins einu framlagsstigi frá Lisu Jablonowski frá Lúxemborg. Helena var einnig næsthæst á mótinu í PER með 36,8.

 

Hildur Björg Kjartansdóttir leiddi mótið í hlutfalli heildarfrákasta með 36,4% og var þriðja á mótinu í hlutfalli sóknarfrákasta með 41,6%; aðeins 0,8 prósentustigum frá Ashley Vella frá Möltu sem leiddi mótið. 

 

Margrét Rósa Hálfdánardóttir var með flest stig per sókn á mótinu af þeim sem tóku 10 skot eða fleiri en hún skoraði 1,385 stig per sókn. 

 

Ísland og Lúxemborg voru með 4 leikmenn hvort í hópi 10 skilvirkustu sóknarmannanna. Allir fjórir af þessum íslensku leikmönnum skoruðu yfir 1 stig per sókn.

 

Íslenska kvennalandsliðið deildi toppsætinu með Lúxemborg í fjórþáttagreiningunni. 

 

Tenglar í tölfræðisöfnin er að finna hér að neðan.

 

Tölfræðisafn Smáþjóðaleikanna – körfubolti karla

 

Tölfræðisafn Smáþjóðaleikanna – körfubolti kvenna

Fréttir
- Auglýsing -