spot_img
HomeFréttirÍslenskir sigrar í dönsku deildinni

Íslenskir sigrar í dönsku deildinni

Danska deildin fór af stað í vikunni og fóru Íslendingaliðin vel af stað úr startholunum. 
 
Svendborg Rabbits, lið Craig Pedersens og Arnars Guðjónssonar, þjálfara íslenska landsliðsins, vann sigur á SISU 87-82. Rabbits skutu 11/26 í þristum og alls 33/62 í skotum.
 
Copenhagen Wolfpack sem er með Íslendinginn og Stjörnumanninn Jón Magnússon í þjálfarateymi liðsins, sigraði Hoersholm 79ers 92-82.
 
Axel Kárason setti 21 stig á Team FOG Naestved í leik með Vaerloese.  Vaerloese rétt tapaði leiknum 68-65, eftir að Drew Maynard hafði klúðrað sniðskoti og tveimur tilraunum fyrir utan þriggja stiga línuna á síðustu 30 sekúndum leiksins. Axel skaut 5/10 í þristum og reif niður 7 fráköst. Axel leiddi lið sitt í framlagsstigum með 21.
 
Semaj Inge, sem áður lék með Haukum hér á Íslandi leiddi sína menn í Bakken Bears til sigurs á Randers Cimbria í tvíframlengdum leik 110-112. Inge skoraði 21 stig, tók 5 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Fréttir
- Auglýsing -