spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍslenska úrvalið náði í þrjá sigra í Eistlandi

Íslenska úrvalið náði í þrjá sigra í Eistlandi

Íslenskt úrvalslið undir 16 ára leikmanna tók þátt í Evrópumóti félagsliða á dögunum í Tallinn í Eistlandi. Var keppnishelgin sú önnur sem liðið tekur þátt í þetta tímabilið, en á henni vann liðið þrjá leiki og tapaði tveimur. Besti leikmaður liðsins var valinn Jakob Kári Leifsson, en hann er að skila 16 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir íslenska liðið í keppninni.

Íslenska liðið er eftir helgina í 9. sæti deildarinnar af 16 liðum með 50% sigurhlutfall. Efstir eru Tartu frá Eistlandi og Zalgiris frá Litháen, en bæði lið eru búin að vinna alla 10 leiki sína á tímabilinu. Þriðja og síðasta keppnishelgi deildarkeppni tímabilsins fer fram um næstu mánaðarmót, 29. febrúar til 3. mars, en sú keppni mun fara fram í Vilníus í Litháen.

Hérna er hægt að sjá tölfræði leikja

Liðsmyndin: Efri röð: Þjálfarinn Leifur Jakob Kári Leifsson Stjarnan, Tómas Dagsson KR, Marino Gregers Oddgeirsson Stjarnan, Viktor Máni Ólafsson Stjarnan, Hannes Gunnlaugsson ÍR, Surla Böðvarsson Snæfell Neðri röð: Dagur Snorri Þórsson Stjarnan, Lárus Grétar Ólafsson KR, Jón Kári Smith Stjarnan, Pétur Harðarson Stjarnan og Jón Árni Gylfason Skallagrímur.

Fréttir
- Auglýsing -