Ísland hefur leik í undankeppni EuroBasket 2025 með leik kl. 19:30 gegn Ungverjalandi í Laugardalshöll annað kvöld. Leikurinn er fyrri tveggja sem fram fara í þessum fyrsta glugga keppninnar, en sá seinni er komandi sunnudag 25. febrúar gegn Tyrklandi í Istanbúl. Uppselt hefur verið í einhvern tíma á leik kvöldsins, en hann, líkt og leikurinn á sunnudag, mun vera í beinni útsendingu á RÚV.
Sérfræðingar FIBA fóru á dögunum yfir hvaða lið væru líklegast til að fara taplaus í gegnum undankeppnina, hvaða leikmönnum ætti að fylgjast með og hvaða lið væru líkleg til þess að koma á óvart og vinna sér sæti á lokamótinu.
Töldu sérfræðingarnir að sterkar þjóðir Grikklands, Þýsklands, Spáns og Frakklands ættu góða möguleika á að fara taplausar í gegnum undankeppnina. Þá sögðust þeir mæla með því að fylgjast með Nico Mannion leikmanni Ítalíu, Dzanan Musa leikmanni Bosníu, Aleksa Auramovic leikmanni Serbíu og Juan Nunez leikmanni Spánar.
Enn frekar sögðu þeir að lið Danmerkur, Íslands og Hollands gætu komið á óvart og unnið sér inn sæti á lokamótinu. Tveir sérfræðingana nefndu Danmörku, en sögðu riðil þeirra þó nokkuð erfiðan, þar sem Danmörk þarf að vera betri en sterk lið Serbíu eða Georgíu til að vinna sér inn sæti á lokamótinu. Þá var Ísland nefnt, en þvert á greininguna varðandi Danmörku, var það talið Íslandi til tekna að þurfa vera með betri árangur en Ítalía, Tyrkland og allra vænlegast Ungverjaland til að komast á lokamótið.
“Það er mjög freistandi að velja Danmörku en það er erfitt að ímynda sér að gamalreyndir leiðtogar Georgíu muni láta það gerast. Ísland þarf “aðeins” að vera fyrir ofan Ungverjaland í tveimur leikjum – miðað við að önnur úrslit í riðlinum verði samkvæmt bókinni – og skandinavíska liðið myndi mæta aftur á EuroBasket í þriðja sinn”
Hérna er hægt að lesa greiningu FIBA