spot_img
HomeFréttirÍslenska liðið enn taplaust á Norðurlandamótinu í Södertalje - Geta tryggt sér...

Íslenska liðið enn taplaust á Norðurlandamótinu í Södertalje – Geta tryggt sér titilinn á morgun

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Danmörku í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 81-90. Liðið hefur því unnið fyrstu þrjá leiki mótsins og geta með sigri gegn Finnlandi á morgun tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn, en leikurinn fer fram kl. 11:15 að íslenskum tíma.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Tómas Valur Þrastarson með 27 stig og 4 fráköst. Honum næstur var Almar Orri Atlason með 23 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -