spot_img
HomeFréttirÍslensk kennslustund í Grikklandi

Íslensk kennslustund í Grikklandi

Íslenska U20 landsliðið vann rétt í þessu 94-54 sigur á Georgíu í átta liða úrslitum B-deildar evrópumóts landsliða í Grikklandi.

 

 

Ísland náði yfirhöndinni strax í upphafi og gaf ekki tommu eftir allan leikinn. Í hálfleik var staðan 45-24 og þurfti mikið til að Georgía næði að snúa leiknum sér í hag.

 

Hið gagnstæða gerðist og íslensku strákarnir bættu í stöðuna enn meira í seinni hálfleik. Munurinn þegar leiknum lauk var 40 stig og Georgíu menn því gjörsigraðir í Grikklandi.

 

Hjálmar Stefánsson og Jón Axel voru atkvæðamestir með sitthvor 15 stigin og 7 fráköst. Skotnýting liðsins var mjög fín eða 50% fyrir innan þriggja stiga línuna og 37% við þriggja stiga línuna.

 

Ljóst er að andstæðingar Íslands í undanúrslitum verða heimamenn í Grikklandi sem eru enn ósigraðir í keppninni í ár. Leikurinn fer fram á morgun (laugardag 23. júlí) kl 15:45 að íslenskum tíma.

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -