Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Íslendingaliðin fjögur mættust, sumir fóru kátir heim en aðrir þurftu að sjá á eftir tveimur stigum. Helgi Magnússon og félagar í 08 Stockholm lögðu ríkjandi meistara Sundsvall eftir þríframlengdan leik en Logi Gunnarsson hafði betur gegn Brynjari Þór Björnssyni þegar Solna skellti Jamtland.
08 Stockholm 96 – 90 Sundsvall Dragons (þríframlengt)
Helgi Magnússon gerði 7 stig og tók 14 fráköst í liði 08 og þá var hann einnig með 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta og lék í rúmar 47 mínútur í þessum þríframlengda og hjartastyrkjandi leik. Jakob Örn Sigurðarson kom leiknum í framlengingu fyrir Sundsvall með þriggja stiga körfu þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka, 08 gat stolið sigrinum en teigskot frá Helga geigaði. Aftur var Jakob á ferðinni undir lok fyrstu framlengingar og jafnaði 79-79 þegar 10 sekúndur voru eftir, Kassim Nagwere brenndi þá af lokaskoti fyrir 08. Hlynur Bæringsson reyndist svo gera lokastig annarar framlenginar af vítalínunni þegar 1.20mín. voru eftir og ekki var meira skorað og staðan 85-85. Í þriðju framlengingunni reyndust 08 sterkari og fóru með 96-90 sigur af hólmi en þeir byrjuðu þriðju framlenginguna 11-0 og það reyndist nóg, 08 skoraði ekki meir en Sundsvall minnkuðu muninn, ekki nægilega þó.
Hlynur Bæringsson fékk litla hvíld og lék í tæpar 53 mínútur, gerði 19 stig og tók 21 frákast og gaf 3 stoðsendingar. Pavel Ermolinski var stigahæstur hjá Sundsvall með 28 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson bætti svo við 23 stigum, gaf 4 stoðsendingar og tók 3 fráköst. Aðrir liðsmenn Sundsvall gerðu samtals 20 stig.
Solna Vikings 102 – 84 Jamtland
Logi Gunnarsson gerði 11 stig í sigurliði Solna en hann var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Hjá Jamtland var Brynjar Þór með 14 stig og 4 fráköst.
Staðan í sænsku deildinni
1. | Borås | 16 | 11 | 5 | 22 | 1506/1429 | 94.1/89.3 | 5/3 | 6/2 | 91.8/87.0 | 96.5/91.6 | 2/3 | 7/3 | 2 | -2 | 2 | 2/1 |
2. | LF Basket | 15 | 10 | 5 | 20 | 1321/1207 | 88.1/80.5 | 6/2 | 4/3 | 88.6/80.1 | 87.4/80.9 | 4/1 | 7/3 | 2 | 1 | 4 | 1/2 |
3. | Dolphins | 15 | 10 | 5 | 20 | 1295/1213 | 86.3/80.9 | 5/2 | 5/3 | 86.4/80.3 | 86.3/81.4 | 2/3 | 7/3 | -1 | 1 | -1 | 3/3 |
4. | Dragons | 17 | 10 | 7 | 20 | 1458/1380 | 85.8/81.2 | 7/1 | 3/6 | 87.8/79.1 | 84.0/83.0 | 2/3 | 5/5 | -2 | 3 | -3 | 1/3 |
5. | 08 | 17 | 10 | 7 | 20 | 1418/1449 | 83.4/85.2 | 6/2 | 4/5 | 89.5/86.3 | 78.0/84.3 | 5/0 | 6/4 | 6 | 3 | 3 | 4/1 |
6. | Kings | 16 | 8 | 8 | 16 | 1308/1266 |
|