17:18
{mosimage}
(Logi Gunnarsson átti stóran þátt í að koma Íslandi aftur inn í leikinn)
Nú er kominn hálfleikur í leik Íslands og Austurríkis í Smáranum í Kópavogi og leiða gestirnir 34-45.
Það byrjaði ekki byrlega fyrir Ísland þar sem liðið var gjörsamlega á rassgatinu og gengu gestirnir á lagið, 2-11 eftir þriggja mínútna leik. Eins merkilegt og það er átti staðan aðeins eftir að versna og var munurinn 16 stig þegar verst lét, 4-20. Þá loksins small eitthvað og Logi Gunnarsson setti sjö stig á fjórum mínútum, en það ásamt 4 stigum frá Hlyn Bæringssyni minnkaði muninn í 6 stig, 17-23. Íslendingar náðu svo að jafna í byrjun annars leikhluta 23-23, en þá fór að síga aftur á ógæfuhliðina og Austurríkismenn hafa stjórnað leiknum eftir það og staðan eins og fyrr segir, 34-45 í hálfleik.
Snorri Örn
Mynd: [email protected]