spot_img
HomeFréttirÍslendingar á fullri ferð í Árósum

Íslendingar á fullri ferð í Árósum

21:30

{mosimage}

Kristinn Óskarsson ásamt meðdómurum sínum 

 

Í dag fór fram í Árósum í Danmörku leikur Dana og Belga í A deild Evrópukeppninnar. Leikurinn er liður í keppni um eitt laust sæti á Evrópumótin sem hefst á Spáni í september. Jafnframt er verið að leika um hvaða lið falla í B deild.

 

Dönum hefur gengið illa það sem af er keppninni og tapað öllum leikjum sínum og varð engin breyting á í dag, Belgar sigruðu 71-61 og eiga enn möguleika á að komast í lokakeppnina á Spáni. 

Það sem var athyglisvert við leikinn í dag fyrir Íslendinga var að Kristinn Óskarsson dæmdi hann, á ritaraborðinu var Rúnar Birgir Gíslason og í danska liðinu voru Adama Darboe sem leikur með Grindvíkingur, Martin Thuesen sem lék með Snæfelli á síðasta tímabili og einni var þarna Thomas Soltau sem lék með Keflavík á síðsta tímabili. 

Hér koma nokkrar myndir úr leiknum sem við fengum frá ljósmyndaranum Sanne Berg.

 

{mosimage}  

Adama Darboe í baráttunni við Belga

{mosimage} 

24 sekúndnaklukkunni var stýrt af Rúnari Birgi Gíslasyni

[email protected] 

Myndir: Sanne Berg 

Fréttir
- Auglýsing -