spot_img
HomeFréttirÍslandsvinurinn Stan Van Gundy ráðinn til New Orleans

Íslandsvinurinn Stan Van Gundy ráðinn til New Orleans

Lið New Orleans Pelicans hefur ráðið Íslandsvininn Stan Van Gundy til þess að þjálfa liðið á komandi tímabili í NBA deildinni. Félagið hafði áður rekið Alvin Gentry nú í ágúst sem hafði verið með liðið síðustu fimm tímabil.

https://twitter.com/realStanVG/status/1318986910040264704?s=20

Van Gundy er frekar reyndur þjálfari í deildinni, sem hefur verið aðalþjálfari nokkurra liða í deildinni frá síðustu aldamótum, Miami Heat, Orlando Magic og Detroit Pistons.

Pelicans hafa á að skipa mjög ungu og efnilegu liði, þar sem að Zion Williamson fer fremstur ásamt stjörnuleikmanninum Brandon Ingram. Áhugavert verður að sjá hver áhrif Van Gundy verða á liðið, en hann hefur oftar en ekki náð að setja saman góðar frammistöður hjá þeim liðum sem hann hefur þjálfað.

Van Gundy kom til Íslands á síðasta ári ásamt þjálfaranum Ettore Messina, þar sem þeir voru fyrirlesarar á þjálfaranámskeiði hjá KKÍ. Karfan náði í skottið á honum eftir að hann hafði séð sigurleik Íslands gegn Sviss í Laugardalshöllinni.

Fréttir
- Auglýsing -