spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik

Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik

Það var sannkallaður Reykjavíkurslagur í Origo höllinni í kvöld, Valsmenn sem taka á móti KR. Þrátt fyrir að staða þeirra í deildinni sé ansi ólík, þá skiptir það engu máli þegar þessi lið eigast við. Þegar þessi leikur hófst var Valur í 3. sæti með 24 stig á meðan KR vermdu botnsætið með 4 stig. Leikurinn endaði með öruggum sigri Valsmanna, 90-71

Það var alveg ljóst í fyrsta leikhluta að KR var með bakið upp við vegg og ætluðu að gefa gefa allt í þennan leik, byrjuðu gríðarlega vel og komust í 0-11, þegar Finnur fékk nóg og tók leikhlé. Valsmenn skoruðu sín fyrstu stig þegar 3 og hálf mínúta var liðin af leiknum. Valsmenn fóru að spla betri vörn, en voru samt mistækir í sókninni. KR-ingar leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 14-21, Veigar Áki og Aapeli Elmeri sáu að mestu um stigaskorið hjá KR, eða með 17 stig saman.

Valsmenn hófu annan leikhluta af krafti, náðu að minnka muninn fljótlega niður í eitt stig, en KR sagði þá stopp og juku muninn aftur og héldu frumkvæðinu allt þangað til leikhlutinn var að ljúka, þegar Kristó tók  eina kraftatroðslu og minnkaði muninn í tvö stig, 36-38. Valsmenn áttu síðan síðasta skotið í hálfleiknum og hefðu getað jafnað. Liðin eru mjög áþekk í tölfræðinni, bekkurinn hjá KR er þó að skora mun meira en bekkurinn hjá Val.

Valsmenn komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í byrjun seinni hálfleiks, þegar Kristófer setti nður körfu, 41-39. Valsmenn voru ögn beittari í sínum leik, á meðan KR  gekk lítið að koma boltanum ofan í körfuna, stundum fannst manni eins og þeir væru að flýta sér um of að skjóta. En þrátt fyrir að Valur væri með forystuna, þá voru KR aldrei langt undan. En síðan fóru gæði Valsmanna að skína og þeir sigu lengra fram úr með Kristófer fremstan í flokki.  Valsmenn leiddu eftir þrjá leikhuta 62-49.

Valsmenn héldu þessari forystu í byrjun hjálfleiks, spiluðu mjög “aggressíva” vörn og fóru að frákasta mun betur en KR-ingar. KR aftur á móti reyndu að skjóta sig í leikinn, þeir héldu í við Val, en munurinn var ávallt meira en 10 stig. Miðað við hvað KR misstu oft boltann klaufalega, þá var mesta furða að munurinn var ekki meiri. Tveir þristar frá Hjámari komu síðan Valsmönnum í 22 stig, þegar rúmlega 3 mínútur voru eftir, þá má segja að úrslitin hafi endanlega verið ráðin.  Leikurinn endaði síðan

Besti maður Vals í leiknum var Kristófer Acox, með 24 stig og 8 fráköst, Callum með 17 stig og Kári 15.  Hjá KR tók Justas 21 stig  og einnig átti Veigar skínandi leik með 18 stig og 8 fráksöt.

Það má síðan aðeins skamma ritaraborð Valsmanna, stigataflan sýndi merki Hauka en ekki KR. Það skrifast víst á kunnáttuleysi, engin þar kunni að setja KR merkið inn, þar sem þetta kerfi er nýtt.

Eftir landsleikjahlé leika þessi lið næst 5. mars, þegar Valsmenn heimsækja Hött á Egilsstöðum en KR-ingar taka á móti Keflavík.

Fréttir
- Auglýsing -