Portúgalski landsliðsmaðurinn Raquel Laneiro hefur samið við Íslandsmeistara Njarðvíkur í Subwaydeild kvenna fyrir komandi leiktíð 2022-2023. Laneiro er 22 ára gamall leikstjórnandi sem hefur verið í og við portúgalska landsliðið og U23 ára lið Portúgala. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkur í dag og segir þar:
Laneiro þekkir vel okkar konu Lavinia Joao Gomes Da Silva sem nýverið framlengdi samningi sínum við Njarðvík og hafa þeir verið saman í portúgalska landsliðshópnum. Þá lék hún einnig eitt tímabil með Aliyuh Collier hjá Sportiva 2019-2020.
Þá er Íslandstengingu Laneiro ekki enn lokið þar sem hún lék einmitt gegn Haukum á síðasta tímabili í EuroCup.
„Ég er rosalega spenntur að vinna með Raquel og tel að hún komi með fullt af hlutum að borðinu sem muni nýtast okkur vel. Hún er góður skotmaður og er vön að spila svona combo bakvarðastöðu þó við sjáum hana mest taka stöðu leikstjórnanda hjá okkur. Hún er einnig mjög dugleg varnarlega og það er mikilvægt því við munum halda áfram að leggja áherslu á að vera besta varnarlið deildarinnar!“ sagði Rúnar Ingi þjálfari í samtali við UMFN.is