Íslandsmeistarar Vals lögðu fyrstu deildar lið Fjölnis í æfingaleik í Dalhúsum í gærkvöldi. Undir lokin var leikurinn nokkuð spennandi, en sigur Vals var með aðeins þremur stigum, 87-90.
Atkvæðamestir fyrir Val í leiknum voru Taiwo Badmus með 24 stig, 8 fráköst og Kári Jónsson með 22 stig, 6 fráköst. Þá skiluðu Frank Aron Booker og Kristinn Pálsson 14 stigum hvor.
Fyrir Fjölni var það Sigvaldi Eggertsson sem dró vagninn með 22 stigum og 9 fráköstum. Næstir honum voru Lewis Diankulu með 10 stig, 9 fráköst, Austin Harris með 11 stig, Gunnar Ólafsson með 10 stig og Birgir Leó Halldórsson með 11 stig.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]