spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir lögðu Snæfell örugglega í Stykkishólmi

Íslandsmeistararnir lögðu Snæfell örugglega í Stykkishólmi

Íslandsmeistarar Vals lögðu nýliða Snæfells í Stykkishólmi í kvöld í 7. umferð Subway deildar kvenna.

Eftir leikinn er Valur í 3. sæti deildarinnar með 5 sigra og 2 töp á meðan að Snæfell leitar enn að fyrsta sigurleiknum eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Gestirnir úr Reykjavík byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 9 stigum eftir fyrsta leikhluta, 17-26. Heimakonur ná svo aðeins að halda betur í við þær undir lok fyrri hálfleiksins, en munurinn er þó 8 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 31-39. Segja má að Valur hafi svo gert útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins, þar sem munurinn er kominn í 19 stig fyrir lokaleikhlutann, 45-64. Að lokum fer Valur svo með gífurlega öruggan sigur af hólmi, 55-75.

Best í liði Vals í kvöld var Lindsey Pulliam með 32 stig og 12 fráköst. Fyrir heimakonur var Shawnta Grenetta Shaw atkvæðamest með 7 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

Fréttir
- Auglýsing -