spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir höfðu betur gegn nýliðunum

Íslandsmeistararnir höfðu betur gegn nýliðunum

Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu betur gegn nýliðum Aþenu í Blue höllinni í kvöld í 9. umferð Bónus deildar kvenna, 74-59.

Eftir leikinn er Keflavík í 2.-3. sæti deildarinnar með 12 stig líkt og Njarðvík á meðan Aþena er í 6.-9. sæti deildarinnar með 6 stig líkt og Stjarnan, Grindavík og Hamar/Þór.

Fyrri hálfleikur leiks kvöldsins var jafn og spennandi. Skiptust liðin í nokkur skipti á forystunni í fyrsta fjórðungnum, en þegar honum var lokið voru það heimakonur sem voru með forystuna, 19-17. Í öðrum leikhlutanum heldur Keflavík í þessa forystuna, nær að vera skrefinu á undan, en Aþena nær að gera leikinn jafnan fyrir lok hálfleiksins, 39-39.

Íslandsmeistararnir ná að herða vörnina í upphafi seinni hálfleiks og skilja sig aðeins frá gestunum, en staðan fyrir lokaleikhlutann er 49-57. Í honum gerir Keflavík svo vel í að halda áfram að stoppa Aþenu sóknarlega og uppskera að lokum nokkuð góðan 15 stiga sigur, 74-59.

Atkvðamestar fyrir Aþenu í kvöld voru Barbara Ola Zienieweska með 11 stig, 12 fráköst og Ajulu Obur Thatha með 12 stig og 15 fráköst.

Best í liði Keflavíkur var Jasmine Dickey með 29 stig og 12 fráköst. Þá skilaði Thelma Dís Ágústsdóttir 18 stigum og 10 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -