Valskonur tóku á móti Fjölniskonum á þessum mjög svo eftirminnilega kvennafrídegi.
Það er óhætt að segja að að barátta Fjölniskvenna frá fyrstu mínútu hafi komið Valskonum í opna skjöldu. Fjölnir náði fljótt nokkuð góðri forystu sem fór mest í 10 stig. Þær voru yfir þar til 20 sekundur lifðu þriðja leikhluta þá sigu Valkonur framúr með sterku áhlaupi.
Í upphafi fjórða leikhluta var staðan 55-53 Valkonum í vil. Þær voru áfram skrefinu á undan en Fjölniskonur héldu áfram sínum baráttuleik og voru aldrei langt undan. Munurinn var aldrei nema 2-4 stig. Að lokum höfðu Valskonur 4ra stiga sigur.
Lokatölur 73-69.
Hjá Valskonum var Lindsay Pulliman og Karina Konstantinova báðar með 24 stig og 6 stoðsendingar
Atkvæðamestar í liði Fjölnis voru Raquel Laneiro 23 stig og 5 fráköst og 6 stoðsendingar og Korinne Campell með 21 stig, 26 fráköst, já lesið þetta aftur, 26 fráköst.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Gunnar Jónatansson