spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir lagðir í Hafnarfirði

Íslandsmeistararnir lagðir í Hafnarfirði

Haukar höfðu betur gegn Val í kvöld í Ólafssal í 11. umferð Subway deildar kvenna, 71-68.

Eftir leikinn eru liðin jöfn Þór að stigum í 5.-7. sæti deildarinnar með sex sigra og fimm töp það sem af er tímabili.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn á lokamínútunum. Lengst af var hann þó nokkuð kaflaskiptur, þar sem Haukar höfðu forystuna í fyrri hálfleik, en Valur náði að snúa taflinu sér í vil í þeim seinni. Á lokamínútunum ná heimakonur í Haukum þó að kría út mikilvægan sigur, 71-68.

Atkvæðamestar fyrir Hauka í leiknum voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 22 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og þá skilaði Þóra Kristín Jónsdóttir 4 fráköstum og 15 stoðsendingum.

Fyrir Íslandsmeistara Vals var það Ásta Júlía Grímsdóttir sem dró vagninn með 10 stigum og 15 fráköstum. Henni næst var Hildur Björ Kjartansdóttir með 15 stig og 7 fráköst.

Haukar nýttu tækifærið þar sem Valur var í heimsókn til þess að kveðja Helenu Sverrisdóttur, sem á dögunum lagði skóna á hilluna, en á glæsilegum feril sínum vann hún Íslandsmeistaratitla með tveimur félögum á Íslandi, Haukum og Val.

Næst á Valur leik komandi þriðjudag 5. desember gegn Grindavík heima í Origo höllinni á meðan að Haukar leika degi seinna gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -