spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistararnir lagðir í framlengdum leik á Meistaravöllum

Íslandsmeistararnir lagðir í framlengdum leik á Meistaravöllum

KR hafði betur gegn Val í framlengdum æfingaleik á Meistaravöllum í kvöld, 111-107, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf Bónus deildar karla sem rúllar af stað næstu mánaðarmót.

Heimamenn í KR voru með góða stjórn á leiknum í upphafi og leiddu með 13 stigum eftir fyrsta leikhluta. Undir lok fyrri hálfleiks ná gestirnir þó að spyrna við og er munurinn aðeins 11 stig þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik. Valsliðið mætti svo betur til leiks til seinni hálfleiks og ná þeir að minnka muninn niður í 3 stig fyrir lokaleikhlutann. Eftir þann fjórða eru leikar svo jafnir og því þarf að grípa til framlengingu. Í henni var KR sterkari aðilinn og ná þeir að lokum að landa 4 stiga sigri.

Stigaskor KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 29, Linards Jaunzems 21, Nimrod Hilliard 16, Dani Koljanin 14, Þorvaldur Orri Árnason 10, Orri Hilmarsson 10, Vlatko Granic 4.

Stigaskor Vals: Taiwo Badmus 33, Kristinn Pálsson 22, Frank Aron Booker 16, Hjálmar Stefánsson 12, Kári Jónsson 11, Karl Kristján Sigurðarson 3.

Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -