spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir kjöldrógu nýliðana

Íslandsmeistararnir kjöldrógu nýliðana

First Water bauð öllum á leik í Icelandic Glacial Höllinni þegar nýliðar og spútnik lið Hamars/Þórs tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í 6. umferð Bónus deildar kvenna. Ágætis mæting var á pallana og góð stemning í höllinni.

Engu að síður voru Hamar/Þórs stelpurnar kjöldregnar af vel mönnuðu lið Keflavíkur, og mikill munur á liðunum í þessum leik. En engu að síður mikil reynsla fyrir ungt lið og nýliða Hamars/Þórs að máta sig við Keflavík sem er handhafi allra titlana.

Leikurinn endaði Hamar/Þór – Keflavík, 73-104.

Fyrir leik

Hamar/Þór unnu sterkt lið Stjönunnar í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og eru í 5. sæti fyrir leik dagsins en þær hafa unnið 3 leiki og tapað 2 í sinni frumraun í efstu deild. Ríkjandi Íslands og Bikarmeistarar Keflavíkur eru með jafnmörg stig en sitja í 3. sæti deildarinnar en þær töpuðu í síðustu umferð með einu stigi á móti Grindavík þar sem orðaskipti og mikil dramatík urðu í lok leiks.

Byrjunarlið

H/Þ: Abby, Gígja, Hana, Anna.S, Jóhanna.

Keflavík: K.Trankale, Thelma, Anna.Ingunn, Anna Lára, J.Dickey

Gangur leiks

Vel var mætt á pallana og mikil stemning í höllinni. Jafnt er með liðum framan af fyrsta leikhluta sem endaði H/Þ 21-25 keflavík. Gígja réð ekkert við Dickey og var komin á bekkin með 3 villur áður leikhlutinn var á enda.

Annar leikhluti var eign Keflavíkur sem unnu leikhlutan 17-30 staðan í hálfleik H/Þ 38-55 Keflavík. Hamar/Þór eru bara að fá stig frá þremur leikmönnum og er þar Abby komin með 17 stig 54% skotnýtingu en það sem verra er að Anna Soffía er kominn með 3 villur. Hjá Keflavík J.Dickey kominn með 26 stig og leikur á alls oddi en Keflavíkur liðið hreyfir boltan líka vel og endar yfirleitt einhver galopinn.

Í seinni hálfleik er þetta formsatriði fyrir Keflavík að klára leikinn. Þriðji leikhluti fer Hamar/Þór 16-23 Keflavík. Og fjórði fer Hamar/Þór 20–25 Keflavík. Leikurinn endar Hamar/Þór 74–103 Keflavík

Atkvæðamestar

Hamar/Þór: Abby 22 stig og Hansa 25 stig.

Keflavík: Jasmine Dickey 40 stig, kona leiksins.

Hvað svo

Hamar/Þór fer til Njarðvíkur 19.nóvember kl 19:15

Keflavík fær svo aðra nýliða Tindastól í heimsókn 20 Nóvember kl 19:15

Tölfræði leiks

Jóhanna Ýr – Hamar/Þór
Anna Ingunn – Keflavík
Friðrik Ingi – Keflavík
Hákon – Hamar/Þór
Fréttir
- Auglýsing -