spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÍslandsmeistararnir í öðru sæti á Copenhagen Invitational

Íslandsmeistararnir í öðru sæti á Copenhagen Invitational

Íslandsmeistarar í 7. flokki Breiðabliks drengja höfnuðu í 2. sæti á alþjóðlega mótinu Copenhagen Invitational um síðustu helgi. Í riðlakeppninni unnu þeir fjögur lið frá Danmörku, Svíþjóð og Litháen. Einn leikurinn var við dönsku meistarana og núverandi Scaniameistara í Hørsholm 79ers, sem vannst á þriggja stiga körfu þegar 2,5 sek voru eftir og tveimur stigum undir!

Sigurþristurinn

Í úrslitaleiknum öttu þeir kappi við Trelleborg Pirates, sem einnig hafði úrvalsleikmenn frá öðrum sænskum liðum. Leikurinn var jafn og spennandi nánast allan tímann þótt Trelleborg hefði ávallt eilitla forystu. Þegar fjórði leikhluti var hálfnaður komust Blikar einu stigi yfir og Svíar tóku leikhlé. Blikar lentu svo í villuvandræðum, misstu hæð, og Svíar gengu á lagið og unnu 62-50.

Rúnar Magni Rúnarsson var valinn í All Star lið mótsins, en hann og Benedikt Arnór Þórólfsson voru í topp tíu í stigaskorun á mótinu. Önnur athyglisverð tölfræði var að Blikar voru í 3ja sæti á öllu mótinu varðandi flestar þriggja stiga körfur (allir aldursflokkar, bæði drengir og stúlkur). Sannkallaðar byssur þar á ferð !

Fréttir
- Auglýsing -