Þrátt fyrr að einungis ellefu dagar séu síðan Íslandsmeistaratitillinn fór á loft í Þorlákshöfn eftir lengsta tímabil í manna minnum fer að styttast í það næsta. Leikjaröðun Íslandsmótanna var birt í gær og er ljóst að spennandi viðureignir eru framundan.
Ljóst er að leikið verður milli jóla og nýárs þetta árið og er stórleikur Vals og KR á dagskrá þann 28. desember. Í sömu umferð fer fram nágrannaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur, því er ljóst að mikill hiti verður yfir hátíð ljóss og friðar. Þessar viðureignir eru því líka í lokaumferð deildarinnar.
Leikjaröðun efstu deildar karla má finna hér.
Fyrsta umferð er eftirfarandi, leikið verður 7. og 8. október.
Tindastóll – Valur
Grindavík – Þór Ak
Njarðvík – Þór Þ.
Vestri – Keflavík
Stjarnan – ÍR