Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa samið við Julia Niemojewska fyrir yfirstandandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Julia er 26 ára pólskur leikstjórnandi sem leikið hefur sem atvinnumaður fyrir félög í Þýskalandi, á Ítalíu, Spáni og í heimalandinu Póllandi. Þá hefur hún einnig verið hluti af A landsliði Póllands á síðustu árum. Samkvæmt tilkynningu félagsins er hún byrjuð að æfa með liðinu og því má gera ráð fyrir að hún verði með liðinu í næsta leik, sem er eftir áramótin.
Tilkynning:
Nýr leikmaður!!
Julia Niemojewska er nýr leikmaður í kvenna liðið okkar.
26 ára leikstjórnandi frá Póllandi.
Hún hefur leikið í Þýskalandi, Ítalíu, Póllandi og núna síðast á Spáni.
Julia er landsliðskona í landsliði Póllands.
Hún er nú þegar byrjuð að æfa með liðinu.
Bjóðum hana innilega velkomna til Keflavíkur