spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistarar Vals áfram í undanúrslitin - Stjarnan komin í sumarfrí

Íslandsmeistarar Vals áfram í undanúrslitin – Stjarnan komin í sumarfrí

Fjórði leikur Stjörnunar og Valsmanna fór fram í kvöld. Valur leiddi fyrir leikinn einvígið 2-1, sem þýðir, eins og glöggir lesendur vita nú þegar, að með sigri er Valur komnir í undanúrslitin en með sigri Stjörnunnar þá fá þeir allavega einn leik enn. Það hafðist þó ekki hjá heimamönnum í kvöld að tryggja sér oddaleik, þar sem Valur sigraði með 6 stigum, 68-74.

Það var ljóst fyrir leik að Kristófer Acox var ekki leikfær eftir að hafa meiðst í síðasta leik, en ekki er víst með hvenær hann verður kominn af stað aftur með Íslandsmeisturunum.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega, bæði lið tóku fáránlega hraðar sóknir en án þess þó að hitta eina einustu körfu. Stjarnan braut svo ísinn þegar um tvær mínútur voru búnar af leikhlutanum.  Valur skoraði sína fyrstu körfu þegar þrjár mínútur voru búnar. Stjarnan byrjaði að hafa undirtökin, en þegar leið á fóru Valsmenn að síga fram úr. Stórskemmtilegum fyrsta leikhluta lauk með foyrstu Vals, 15-19. Áhorfendur, sem vissulega mættu vera fleiri, með mikla og góða stemmingu.

Annar leikhluti var eiginlega copy-paste á fyrsta leikhluta, mikill barningur og mikill hraði en ekkert endilega margar körfur.Mikið um tæknifeila og þá sérstaklega Stjörnumeginn. Þegar þau skoruðu þá svaraði hitt liðið jafnharðan aftur. Þrátt fyrir marga tæknifeilana og mörg mistökin, þá var Arnar þjálfari bara ansi rólegur, fékk bara eina aðvörun. En lítið skorað og í hálfleik var staðan 31-32 fyrir Valsmenn.

Valsmenn komu síðan töluvert sterkari út í seinni hálfleikinn, náðu sex stiga forystu  þegar Stjarnan tekur leikhlé, eftir að hafa aðeins skorað 2 stig á þremur mínútum. Vörn Valsmanna, með Hjálmar í ham, hélt Stjörnunni í heljargreipum.  Ef sóknir Vals hefðu nú bara verið aðeins betri, þá hefði forystan verið stærri. Síðan bar það til tíðinda að þegar leikhlutinn var hálfnaður þá skoraði Dagur Kár loksins sín fyrstu stig. Arnar þjálfari fékk svo tæknivillu undir lokin og það verður að segjast einsog er að það var fyrir litlar sakir.  Eftir að Valsmenn náðu 10 stiga forystu bitu Stjörnumenn frá sér og minnkuðu muninn í 52-57.

Það var ljóst að Stjörnumenn voru ekki tilbúnir að fara í sumarfrí strax, kom töluvert meiri barátta í þá og komust yfir 60-59 þegar þrjár mínútur voru liðnar af þessum síðasta leikhluta. Eftir leikhlá hjá Valsmönnum, þá mætti Kári til leiks, virtist skora þegar honum langaði. Munurinn varð þó aldrei mikill en samt nóg til að Stjarnan tók leikhlé þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir, enda þá sex stigum undir og stemmingin var klárlega Valsmeginn, bæði á vellinum og á pöllunum.. Eftir leikhléið vaknaði Silfurskeiðin og úr varð sannkölluð úrslitakeppnis-stemming. Síðustu tvær mínuturnar voru síðan æsispennandi, en geggjuð vörn Valsmanna og snilli Kára landaði þessum sigri Valsmanna 68 – 74.

Hjá Stjörnunni var Gutenius drjúgur með 24 stig og 10 frá, Armani byrjaði leikinn mjög vel en dalaði svo, en endaði með 16 stig.  Hjá Valsmönnum var Hjálmar bestur, ótrúlega góður á báðum endum vallarins með 10 stig, 14 fráköst og 4 varin skot.  Kári var stighæstur og skoraði 22 stig og með 6 stoðsendingar.

Næsti leikur Vals verður í undanúrslitunum, en ekki er vitað enn við hvaða lið það verður.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -