spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistarar Keflavíkur stálheppnar að sleppa með tvö stig úr Austurbergi

Íslandsmeistarar Keflavíkur stálheppnar að sleppa með tvö stig úr Austurbergi

Keflavík hafði betur gegn Aþenu í Austurbergi í kvöld í 18. umferð Bónus deildar kvenna, 78-80.

Leikurinn var sá síðasti áður en deildin skiptist upp í efri og neðri hluta, en Keflavík endaði í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan Aþena var í 10. sætinu með 6 stig.

Það voru nýliðar Aþenu sem hófu leik kvöldsins betur og leiddu með 9 stigum að fyrsta fjórðung loknum. Íslandsmeistararnir úr Keflavík komu öllu betur til leiks í öðrum leikhlutanum, en náðu þó ekki að vinna niður forskot heimakvenna og var Aþena enn 6 stigum á undan þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Áfram heldur Keflavík að hóta því að taka yfir leikinn í upphafi annars hálfleiks. Komast þó ekki nær en svo að heimakonur leiða enn með 3 stigum fyrir lokaleikhlutann. Í þeim fjórða nær Keflavík svo að snúa taflinu sér í vil, en ekki þannig að leikurinn sé ekki æsispennandi á lokamínútunum.

Í brakinu nær Aþena að læsa varnarlega og koma í veg fyrir að Keflavík setji körfu á meðan þær sjálfar fá stórar körfur frá Ásu Lind Wolfram og Violet Morrow. Með rúma mínútu eftir og stöðuna 78-80 nær svo hvorugt liðið að skora til leiksloka og fer Keflavík því með sigur af hólmi.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Violet Morrow með 16 stig, 6 fráköst og Barbara Ola Zienieweska bætti við 8 stigum og 13 fráköstum.

Fyrir Keflavík var Jasmine Dickey best með 25 stig og 15 fráköst. Henni næst var Sara Rún Hinriksdóttir með 13 stig og 5 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -