spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistarar hamborgaranna?

Íslandsmeistarar hamborgaranna?

Grindvíkingar ætla sér stóra hluti innan sem utan vallar í vetur en þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er frá hamburgarasölu vetrarins. Greinilegt er að mikill metnaður verður lagður í borgarana þar syðra en yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:

Ein af fjáröflunarleiðum íþróttafélaga er hamborgarasala fyrir leiki og koma KR-ingar fljótt upp í huga undirritaðs varðandi það. Alltaf er gaman og gott að gæða sér á burger og fara yfir heimsmálin með Bödda KR-ing og fleirum.

Grindvíkingar hafa boðið upp á þetta líka undanfarin tímabil og munu leggja allt í sölurnar á þessu tímabili til að skáka KR-ingum og öðrum og munu færa sinn burger upp á annað level!

Með góðum stuðningi Ekrunnar, Hérastubbs bakara og Láka á Salthúsinu, treystir kokkurinn Atli Kolbeinn sem mun stýra hamborgarasókn Grindvíkinga, sér til að skáka þeim sem verða á vegi hans!

Eru stuðningsmenn Grindavíkur og að sjálfsögðu, stuðningsmenn aðkomuliðanna hvattir til að vera mættir upp úr kl. 18 og gæða sér á 150gr alvöru kvikindum og skola þeim niður með ljúffengum drykk.

Oft myndast góð tengsl á milli aðdáenda liðanna á meðan hamborgararnir fitla við bragðlaukana og menn og konur mæta endurnærð í stúkuna og hvetja sín lið betur en ellegar.

Áfram BURGER!

Texti: Sigurbjörn Daði Dagbjartsson.

Fréttir
- Auglýsing -