spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Íslandi endar í öðru sæti í riðlinum - Eigum enn séns í...

Íslandi endar í öðru sæti í riðlinum – Eigum enn séns í lokahluta forkeppninnar

Ísland tapaði stórt gegn Belgíu í lokaleik í öðrum hluta forkeppni Eurobasket 2021 en leikurinn fór fram í Mons í fyrr í dag. Leikurinn skipti engu máli með lokastöðuna í riðlinum og einungis stoltið undir.

Lokastaðan í riðlinum er þá sú að Belgía er í efsta sæti með fullt hús stiga en liðið var langbest í þessum riðli. Ísland endar hinsvegar í öðru sæti með fimm stig, jafnmörg og Portúgal sem endar í þriðja sæti. Stórsigur Íslands á Portúgal síðasta fimmtudag gerir það að verkum að Ísland hafði betur í innbyrgðisviðureign liðanna og er því ofar í riðlinum.

Eitt lið fór áfram í undankeppni Eurobasket úr riðlinum. Ekki er öll von úti fyrir Ísland en liðið fer nú í þriða og síðasta hluta forkeppninnar. Þar er ljóst að Ísland verður í riðli með Sviss og Portúgal á ný. Efsta liðið í þeim riðli fer áfram í undankeppni Eurobasket 2021.

Því er ljóst að gríðarlega mikilvægir leikir verða í næsta landsliðsglugga Íslands þar sem það er að duga eða drepast fyrir liðið ætli það sér að eiga möguleika á þriðja stórmótinu í röð. Þessir leikir fara fram í ágúst næstkomandi.

Nánari upplýsingar um þessa auðskiljanlegu og þægilegu undankeppni má finna hér. 

 

Fréttir
- Auglýsing -