Íslenska karlalandsliðið fer upp um tvö sæti á heimslista FIBA eftir síðasta landsliðsglugga undankeppni HM 2023.
Í glugganum vann Ísland frækinn sigur á Ítalíu heima og tapað svo seinni leiknum úti fyrir þeim.
Ísland var í 46. sæti heimslistans og í 24. sæti Evrópu, en færist upp fyrir bæði Bretland og Bosníu á nýja listanum og er nú í 44. sæti á heimslista og 22. sæti Evrópu.
Næstu leikir liðsins eru í byjun júlí, en þá mun liðið leika heimaleiki gegn bæði Hollandi og Rússlandi, en ekki er enn útséð hver örlög Rússlands verða í undankeppni heimsmeistaramótsins.