spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2023Ísland upp um fimm sæti í EuroBasket kraftröðun FIBA

Ísland upp um fimm sæti í EuroBasket kraftröðun FIBA

Á dögunum birti FIBA kraftröðun sína fyrir síðasta glugga undankeppni EuroBasket 2023. Lítið breyttist í efstu sætum listans, þar sem að Spánn er í efsta sætinu, Serbía í öðru, Ítalía því þriðja og Lettland í fjórða sætinu, en öll eru liðin taplaus það sem af er keppni og hafa öll nema Ítalía þegar tryggt sæti sitt á lokamótinu.

Mótherjar dagsins, Ungverjaland, fara upp um fjögur sæti á listanum og sitja í ellefta, með tvo sigra og tvö töp það sem af er móti. Vinni þær báða leiki sína í þessum glugga, gegn Rúmeníu og Íslandi, eru þær taldar næsta öruggar til þess að fara með Spáni úr riðlinum á lokamótið.

Ísland stekkur einnig upp á listanum eftir sigur sinn í síðasta leik gegn Rúmeníu. Fara upp um fimm sæti og sitja nú í 27. sætinu, rétt fyrir neðan Svíþjóð og Danmörku, en fyrir ofan Finnland.

Hérna má sjá síðustu kraftröðun FIBA fyrir EuroBasket 2023

Íslenska kvennalandsliðið mun mæta heimakonum í Ungverjalandi kl. 16:00 í dag að íslenskum tíma í undankeppni EuroBasket 2023 og verður leikurinn í beinni útsendingu á RÚV.

Fréttir af EuroBasket 2023

Hér má sjá hvaða 12 leikmenn verða í liðinu gegn Ungverjalandi

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -