spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland upp um eitt sæti á nýjum heimslista

Ísland upp um eitt sæti á nýjum heimslista

Nýr heimslisti karlalandsliða FIBA var kynntur á dögunum eftir Ólympíuleikana í París. Á nýjum lista eru það Bandaríkin sem eru áfram í efsta sæti karla, en liðið vann Frakkland í úrslitaleik um gullið á leikunum. Serbía klifrar upp í annað sætið, Þýskaland er enn í því þriðja, Frakkland færist upp í fjórða sætið og Kanada færast upp í fimmta sætið. Ísland fer upp um eitt sæti á listanum og er nú í 48. sætinu, en á lista Evrópuliða stendur liðið í stað í 24. sætinu.

Íslenska karlalandsliðið mun í vetur leika lokaleiki sína í undankeppni EuroBasket 2025. Leikið er heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember, en eftir áramótin er á dagskrá í febrúar leikur heima gegn Tyrklandi og úti gegn Ungverjalandi.

Hér má skoða nýútgefinn heimslista

Fréttir
- Auglýsing -