spot_img
HomeFréttirÍsland U18 kvenna vann brons á NM 2015

Ísland U18 kvenna vann brons á NM 2015

Íslenska U18 lið kvenna gat tryggt sér gullið með sigri á Dönum í dag. Íslensku stúlkurnar hins vegar mættu ofjarli sínum í danska liðinu sem fóru með nokkuð þægilegan sigur af hólmi, 79-42.

 

Þær dönsku tóku strax forystuna frá fyrstu mínútu og létu hana aldrei eftir. Íslenska liðinu tókst að halda muninum viðráðanlegum allt þar til í 2. hluta þegar þær dönsku gáfu hressilega í og skildu stúlkurnar okkar eftir í rykinu.

 

Líkamlegir yfirburðir andstæðinganna voru of mikið fyrir íslensku stúlkurnar. 51 frákast á móti 36 hjá Íslandi segir meira en nokkur orð. Danska liðið tók 22 sóknarfráköst svo slæm nýting þeirra í fyrri hálfleik breytti ekki miklu fyrir þær.

 

Megnið af danska liðinu eru stúlkur á eldra ári ólík þeim íslensku.  

 

Stúlkunum okkar til hróss þá gáfust þær aldrei upp þó við mjög erfiðan andstæðing væri að etja.

 

Sylvía Rún Hálfdánardóttir leiddi íslenska liðið með 10 stig. Næst á eftir henni kom Linda Þórdís Róbertsdóttir með 8.

 

Tölfræði leiks

 

Myndasafn:  Hörður Tulinius

Fréttir
- Auglýsing -