Undir 18 ára lið Íslands lagði úkarínu í dag í lokaleik riðlakeppni sinnar á Evrópumótinu í Rúmeníu, 88-52.
Liðið er því öruggt með sæti í átta liða úrslitum mótsins, unnu þrjá leiki og töpuðu einum í A riðlinum og mæta sigurvegara B riðils komandi föstudag kl. 15:00 í átta liða úrslitaviðureigninni. Líklegt þykir að það verði annað hvort Georgía eða Bosnía sem verða mótherjar í þeim leik.
Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 20 stig og 11 fráköst. Honum næstur var Karl Ísak Birgisson með 17 stig og 5 fráköst.
Næsti leikur liðsins er komandi föstudag 5. ágúst kl. 15:00 gegn annað hvort Georgíu eða Bosníu.