spot_img
HomeFréttirÍsland tryggði sig áfram í undanúrslit Evrópumótsins - Seiglusigur gegn Bosníu

Ísland tryggði sig áfram í undanúrslit Evrópumótsins – Seiglusigur gegn Bosníu

Ísland tryggði sig rétt í þessu áfram í undanúrslit Evrópumóts undir 18 ára drengja með sigri á Bosníu.

Eftir nokkuð erfiða byrjun náði íslenska liðið tökum á leiknum í öðrum leikhlutanum og létu forystuna ekki af hendi út leikinn þrátt fyrir álitlegar tilraunir Bosníu. Sigra að lokum með sex stigum, 89-95.

Almar Orri Atlason var bestur í liði Íslands í dag með 22 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Honum næstur var Tómas Valur Þrastarson með 17 stig og 11 fráköst.

Í undanúrslitunum mun Ísland mæta Svíþjóð kl. 15:00 að íslenskum tíma á morgun.

Fari svo að Ísland vinni leikinn á morgun munu þeir ekki aðeins leika til úrslita mótsins, heldur munu þeir einnig hafa tryggt sér sæti í a deild að ári, þar sem að 3 efstu lið þessa móts fara upp um deild.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -