spot_img
HomeFréttirÍsland tryggði sér 2. sætið á Smáþjóðaleikunum - Lögðu Kýpur í morgun

Ísland tryggði sér 2. sætið á Smáþjóðaleikunum – Lögðu Kýpur í morgun

Ísland lagði Kýpur með 80 stigum gegn 62 í fjórða leik sínum á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi.

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Sara Rún Hinriksdóttir með 16 stig, en þá bættu Gunnhildur Gunnarsdóttir og Hallveig Jónsdóttir 13 stigum við hvor.

Tölfræði leiks

Sigurinn þýðir að Ísland endar í öðru sæti mótsins. Töpuðu aðeins einum leik á mótinu. Sá kom gegn heimastúlkum í Svartfjallalandi, en gefið að þær Mónakó seinna í dag, þá fara þær taplausar í gegnum mótið.

Fréttir
- Auglýsing -