Ísland mun um næstu helgi leika tvo leiki gegn Ítalíu í undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrri leikurinn fer fram í Laugardalshöll á föstudag, en mánudaginn eftir helgi mun liðið leika gegn þeim ytra í Reggio Emilia.
Hérna er hægt að kaupa miða á heimaleikinn
Leikir helgarinnar eru leikir 3 og 4 af 6 sem leiknir verða í þessari undankeppni, en eftir fyrstu tvo leikina er Ísland með einn sigur og eitt tap, þar sem í síðasta glugga vann liðið Ungverjaland heima áður en það laut í lægra haldi gegn Tyrklandi í spennuleik í Istanbúl.
Möguleikar Íslands á að komast á lokamótið í fyrsta skipti síðan 2017 þó nokkuð miklir, þar sem liðið þarf aðeins að enda í einu af efstu þremur sætum þessa fjögurra liða riðils, Ísland, Tyrkland, Ítalía og Ungverjaland. 24 þjóðir munu að lokum verða á lokamótinu, en riðlakeppni lokakeppninnar mun fara fram á Kýpur, í Finnlandi, í Póllandi og Lettlandi frá 27. ágúst 2025.
FIBA gaf á dögunum úr kraftröðun fyrir þennan annan glugga undankeppninnar. Í henni er Frakkland í efsta sætinu, Serbía í öðru og Grikkland því þriðja. Lettland er svo í fjórða sætinu, heimsmemistarar Þýskalands í fimmta sæti og mótherjar Íslands um helgina, Ítalía, eru í sjötta sætinu.
Íslenska liðið er í 20. sæti kraftröðuninnar, en um leikina gegn Ítalíu og íslenska liðið segir FIBA
“Tvennt, (1) Tryggvi Hlinason er á listanum og (2) það er æðislegt, því síðast þegar hann lék gegn Ítalíu var hann með 34 stig, 21 frákast, 5 varin skot og 50 í framlag.
Gerðu það aftur Tryggvi. Komdu, gerðu það.”
Hin liðin sem eru með Íslandi og Ítalíu í þessum riðil eru svo á nokkuð ólíkum stað í þessari kraftröðun. Tyrkland er í 12. sætinu og fer upp um tvö sæti á milli lista. Ungverjaland eru hinsvegar í 29. sætinu og eru þeir ekki taldir líklegir til afreka í undankeppninni.