spot_img
HomeFréttirÍsland sterkari gegn Dönum

Ísland sterkari gegn Dönum

 Í kvöld fór fram seinni æfingaleikurinn gegn þeim dönsku og skemmst frá því að segja sigruðu Íslendingar aftur nokkuð örygglega.  Leikurinn fór fram í Keflavíkinni fyrir nokkuð fáum áhorfendum en það er jú júlí og líkast til margir sem ekki áttu heimagengt í þennan leik.  En leikurinn var að mestum hluta eign okkar manna frá upphafi til enda.  Inná milli komu kaflar þar sem leikur liðsins datt niður og þá náðu þeir dönsku að saxa á forskotið. 
 
Leikurinn var gríðarlega harður á köflum og minnstu mátti muna að uppúr syði hjá Hauk Helga Pálssyni en óhætt er að segja að okkar maður hafi ekkert fengið neina silki hanska meðferð frá þeim rauðklæddu frekar en aðrir. 
 
87:67 var lokastaða leiksins að þessu sinni og næst á dagskrá er Evrópukeppninn og leikir gegn Búlgaríu og Rúmeníu.  Viðtal við þá Hauk Helga Pálsson, Peter Öqvist og Martin Hermannsson má skoða á Karfan TV. 
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -