KKÍ og körfuknattleikssamband Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag.
Það er því ljóst að Ísland mun mæta heimamönnum í Póllandi og Slóveníu í riðlakeppninni. Póllandi þar sem þeir eru heimaþjóð riðilsins og Slóveníu þar sem þeir eru eina liðið sem ekki er komið í riðil úr styrkleikaflokki 2.
Hérna eru fréttir af EuroBasket
EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Leikstaður Íslands á EuroBasket verður í Katowice í Póllandi og mun Ísland spila í Spodek höllinni sem tekur um 9.000 manns í sæti. Mikill áhugi er nú þegar fyrir leikjum Íslands á EuroBasket og munu frekari upplýsingar um miðasölu á leikina og sölu á pakkaferðum verða birtar á næstu dögum.
Dregið verður í riðla fimmtudaginn 27. mars í Riga í Lettlandi en þar munu úrslit mótsins fara fram að lokinni riðlakeppni.