Ísland og Slóvakía mætast í kvöld kl. 19:30 í forkeppni EuroBasket 2017. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll og er annar leikur beggja liða í forkeppninni. Slóvakar höfðu 13 stiga sigur á Portúgal í fyrsta leik en íslenska landsliðið mátti sætta sig við 22 stiga ósigur gegn Ungverjum í Miskolc um helgina.
Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV2 en auðvitað er miklu betra að mæta og styðja þétt við bakið á kvennalandsliðinu. Miðasala fer fram á tix.is en frítt er fyrir 16 ára og yngri á leikinn.
Hér að neðan fara tenglar á nokkrar mjög svo áhugaverðar greinar sem hafa verið að birtast á heimasíðu KKÍ undanfarið:
Berglind og Bergþóra voru ellefti og tólfti nýliðnn hans Ívars
Sterkasta landsliðið sem hefur mætt íslensku stelpunum hér á landi
Fimm númer voru notuð í fyrsta sinn hjá kvennalandsliðinu
Ragna Margrét fyrsta landsliðskona Stjörnunnar í körfubolta
Aðeins tvær hafa skorað meira en Gunnhildur í fyrsta EM leiknum