spot_img
HomeFréttirÍsland skellti Svartfellingum! Magnaður sigur U18 ára liðsins

Ísland skellti Svartfellingum! Magnaður sigur U18 ára liðsins

Ísland var rétt í þessu að vinna frækinn sigur á sterku liði Svartfellinga í Evrópukeppni B-deildar U18 ára landsliða. Lokatölur leiksins voru 80-68 Íslandi í vil en Svartfellingar lögðu Finna í gær og Finnar skelltu íslenska liðinu í úrslitaleik NM fyrr á þessu ári. Magnaður sigur hjá íslenska liðinu.
Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Íslandi annan leikinn í röð og nú með 19 stig og 5 fráköst. Elvar Már Friðriksson bætti við 15 stigum, 5 fráköstum og 7 stoðsendingum. Þá var Stefán Karel Torfason með 13 stig og 6 fráköst og Valur Orri Valsson gerði 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
 
Staðan í hálfleik var 37-35 Íslandi í vil en í lok þriðja leikhluta var Ísland komið yfir með 11 stigum, 55-66 og lokatölur 80-68 fyrir Ísland eins og áður greinir. Ísland hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu, í gær gegn Sviss og í kvöld gegn Svartfjallalandi. Það eru því Svíar og Íslendingar sem eru saman á toppi C-riðils eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki sína en Svíar lögðu Sviss með 43 stiga mun í dag.
 
Mynd/ [email protected] – Dagur Kár Jónsson til varnar í íslenska U18 ára liðinu á NM í Svíþjóð fyrr á þessu ári.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -