spot_img
HomeFréttirÍsland-Serbía á morgun

Ísland-Serbía á morgun

A-landslið Íslands hefur á morgun leik í Evrópukeppninni þegar Serbar mæta í heimsókn en serbneska landsliðið lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir nokkrum mínútum. Leikurinn er fyrsti leikur liðanna í undankeppni Evrópukeppninnar en leikið er í riðlum og fer svo sjálf lokakeppnin fram í Slóveníu á næsta ári. Körfuknattleikssamband Íslands stóð að blaðamannafundi í dag þar sem verkefnið var kynnt.
Fyrsti leikurinn er gegn Serbum á morgun eins og áður segir en leikurinn fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 20:00. Miðasala fer fram á midi.is
 
Íslenska hópinn skipa eftirtaldir leikmenn:
 
Brynjar Þór Björnsson
Haukur Helgi Pálsson
Jakob Sigurðarson
Finnur Atli Magnússon
Hlynur Bæringsson
Jón Arnór Stefánsson
Helgi Már Magnússon
Axel Kárason
Pavel Ermolinskij
Ægir Þór Steinarsson
Logi Gunnarsson
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
 
Um stórlið er að ræða hjá Serbum en þar má m.a. finna kappa á borð við Milos Tedosic leikmann CSKA og svo þjálfarann víðfræga Dusan Ivkovic.
 
Dómarar og eftirlitsmenn leiksins eru:
 
Nicolas Maestre – Frakkland – dómari
Robert Hickman – England – dómari
Rune Larsen – Danmörk – dómari
Edward de Jager – Holland – eftirlitsmaður
 
Mynd/ Frá blaðamannafundi KKÍ fyrr í dag. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Jón Arnór Stefánsson leikmaður CAI Zaragoza á Spáni.
 
Fréttir
- Auglýsing -