Ísland rýkur upp kraftröðun FIBA fyrir undankeppni EuroBasket 2025 í nýrri útgáfu listans sem birtur var í dag. Íslenska liðið hafði áður verið í 25. sætinu, en fer upp sex sæti og situr nú í 19. sæti, m.a. fyrir ofan sterkar þjóðir eins og Pólland, Georgíu og Úkraínu
Um Ísland segir kraftröðunin “Ísland var sekúndum (og Tarik Biberovic töfrum) frá fullkominni byrjun á undankeppninni. Að vinna hina mikilvægu viðureign gegn Ungverjalandi gerði febrúargluggann farsælan, en að ná því að vinna Tyrkland fyrir framan yfir 13.000 áhorfendur hefði verið kirsuberið á toppnum. Nefndu betra tríó en Martin Hermannsson, Tryggva Hlinason og Elvar Friðriksson. Við bíðum.”
Í efsta sæti listans er Serbía, Frakkland öðru og Lettland er í því þriðja, öll unnu liðin báða leiki fyrsta gluggans, en hér fyrir neðan má skoða kraftröðunina.
Hérna er hægt að lesa kraftröðun FIBA