Íslenska U18 landslið kvenna spilaði sinn annan leik í dag á Evrópumóti landsliða í Bosníu. Stelpurnar unnu gegn Rúmeníu og byrja mótið frábærlega.
Ísland byrjaði leikinn mjög vel komst í 8-0 og voru yfir með 16 í hálfleik. Þrátt fyrir mikinn mun voru íslensku stelpurnar ekki að spila sinn besta leik og nokkuð um einstaklingsmistök.
Rúmenía komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og okkar stelpur héldu áfram að gera nokkur mistök. Rúmenía náði að minka muninn í 5 stig í fjórða leikhluta en íslensku stelpurnar létu það ekki á sig fá og kláruðu leikinn.
Lokastaða 62-51 fyrir Íslandi og leiðir liðið A-riðilinn og er í góðri stöðu fyrir framhaldið.
Maður leiksins var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir sem átti algjörlega frábæran leik. Hún var með 15 stig og 13 fráköst, þar af sex sóknarfráköst. Thelma Dís Ágústsdóttir og Sylvía Hálfdánardóttir voru einnig sterkar með 10 og 11 stig.
Íslenska liðið mætir sínu heimakonum í Bosníu kl 16:30 á morgun (26. júlí). Með sigri fer liðið langt með að tryggja sér áfram í úrslitakeppnina.