U18 ára kvennalandslið Íslands mætir Sviss á EM í B-deild núna í dag kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bæði lið eru án sigurs í sínum riðli og því von á miklum slag. Ísland lá gegn Englandi í gær en Sviss hefur þegar tapað gegn Ísrael og Danmörku.
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir hefur farið fyrir íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjunum en á mótinu er hún fjórði stigahæsti leikmaðurinn með 17,5 stig að meðaltali í leik og þá er hún einnig í fjórða sæti yfir flest fráköst með 12,5 fráköst að meðaltali í leik. Ísland leikur svo aftur á morgun gegn Dönum og þá lýkur leikjum liðsins í riðlakeppninni.