11:20
{mosimage}
Kvennalið Íslands leikur sinn annan leik í B-deild Evrópukeppninnar í dag þegar liðið tekur á móti Noregi í Sláturhúsinu í Keflavík. Leikurinn hefst kl. 14:00.
Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik í riðlinum með naumindum gegn Hollendingum sem jafnframt er talið eitt sterkasta lið riðilsins. Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari, sagði í fjölmiðlum að það væri meira en raunhæfur möguleiki fyrir liðið að stefna á sæti í A-deild.
Fjölmennum í Sláturhúsið í dag og styðjum stelpurnar til sigurs.
Sjá frétt þessa efnis á KKÍ.IS