spot_img
HomeFréttirÍsland Norðurlandameistari 2024 eftir sigur gegn Finnlandi

Ísland Norðurlandameistari 2024 eftir sigur gegn Finnlandi

Ísland varð rétt í þessu Norðurlandameistari undir 20 ára karla eftir sigur gegn Finnlandi í úrslitaleik í Södertalje í Svíþjóð, 85-79.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 40 stig og 6 fráköst. Hinum næstur var Leó Curtis með 14 stig og 6 fráköst.

Ekki var um eiginlegan úrslitaleik að ræða, en þar sem bæði lið komu taplaus inn í þennan lokaleik var ljóst að sá er bæri sigur úr býtum stæði uppi sem Norðurlandameistari.

Ísland vann því alla leiki sína á mótinu, en næst á dagskrá hjá þeim er A deild Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi seinna í mánuðinum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -